Við vinnum fyrir þig

Translate to

Orlofshús um jól og áramót 2021

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir jól og áramót, vikurnar:

22. desember 2021 – 29. desember 2021
29. desember 2021 – 5. janúar 2022.

Umsóknarfrestur er frá 6. október til 1. nóvember nk.
Hægt er að sækja um á Orlofssíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 4. nóvember nk. Öllum umsóknum verður svarað.

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6 og Grýluhrauni er 20.000 kr.
Vikudvöl í orlofsíbúð á Akureyri er 22.000 kr.
(12 punktar).

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags. Íbúðin Sóltúni 28, Reykjavík verður í sveigjanlegri leigu eins og verið hefur hingað til