Orlofsuppbót 2017
Orlofsuppbót á að greiðast þann 1. júní ár hvert. Full uppbót árið 2017 er kr. 46.500. Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí – 30. apríl hvert ár, eiga rétt á fullri uppbót annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og orlof reiknast ekki ofan á orlofsuppbótina. Rétt er að geta þess að orlofsuppbót skv. kjarasamningi SGS við Launanefnd sveitarfélaganna greiðist 1. maí ár hver.
Nánari upplýsingar má nálgast í kjarasamningum félagsins á heimasíðunni.