Við vinnum fyrir þig

Translate to

Orlofsuppbót 2020

Þann 1. júní ár hvert skal greiða orlofsuppbót hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og ríkinu. Á árinu 2020 nemur upphæðin 51.000 kr. Greiðslur þessar miðast við fullt starf á orlofsárinu (1.maí – 30. apríl). Greitt er hlutfallslega fyrir hlutastörf. Eftir eins árs starf hjá sama fyrirtæki teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning orlofsuppbótar.