Við vinnum fyrir þig

Translate to

Páskafréttabréf Bárunnar.

Heil og sæl kæru félagar.

Kjarasamningar á almenna markaðnum hafa verið samþykktir með afgerandi hætti. Kjörsókn var ekki mikil eða að meðaltali 18%. Markmið þessara samninga er að ná hér niður verðbólgu og vöxtum, endurreisa tilfærslukerfi heimila og vinnandi fólks og að kaupmáttaraukning verði á samningstímanum. Þetta er langtímasamningur með ákveðnum fyrirsjáanleika en litlu innihaldi gagnvart réttindum launafólks. Ríki og sveitarfélög komu að þessum samningum með ákveðin loforð sem á eftir að efna. Samtök atvinnulífsins sluppu nokkuð vel frá þessu, þau náðu að beina spjótum sínum aðallega að ríkinu. Allir vilja ná hér niður verðbólgu og vöxtum og vonandi tekst það, en það er ekki aðeins á ábyrgð launafólks.  Ekki náðist að semja um vinnutímastyttingu sem voru mikil vonbrigði. Flestir hópar hafa þegar fengið vinnutímastyttingu þannig að á vinnustöðum þar sem önnur sambönd eru sem þegar hafa fengið styttingu hvet ég ykkur kæru félagsmenn að óska eftir að farið verið í viðræður um vinnutímastyttingu.

Viðræður við sveitarfélögin eru þegar hafnar og eru viðræður við ríkið að hefjast.

Kæru félagar og fjölskyldur vonandi eigið þið góða og gleðilega páska.

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.

Kjarakönnun Vörðu 2024 - En alvarleg staða hjá hluta félagsmanna

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins hefur árlega lagt fyrir kannanir um stöðu launafólks
á Íslandi innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB. Markmið kannananna er
að varpa ljósi á fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði og líkamlega og andlega heilsu launafólks
ásamt annarra atriða.

Í janúar 2024 var lögð fyrir könnun meðal félagsfólks innan aðildarfélaga
heildarsamtakanna tveggja og voru niðurstöður hennar birtar í skýrslu í mars 2024 (sjá Varða –
Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, 2024).
Í þessari skýrslu er greint sérstaklega frá stöðu félagsfólks Bárunnar og eru niðurstöðurnar
settar fram í samanburði við félagsfólk í öðrum aðildarfélögum innan ASÍ og BSRB.

 

Skýrsla Vörðu í heild sinni

 

Kristín Heba fór yfir samnburð á almennum kjörum og högum félaga innan íslenskra stéttarfélaga á Páskafundi trúnaðarmanna. Sá samanburður var í raun frekar sláandi og sem kom mest á óvart var sú staðreynd að hversu margir áttu erfitt með ná endum saman. Geta í raun ílla eða ekki ráðið við óvænt útgjöld og eða ekki geta greitt tómstundir og íþróttastörf barna sinna og telja sem dæmi 39% aðspurðra að fjárhagsstaða þeirra sé verri, en árið áður. Annað sem var sláandi í þessum samanburði var að 80% aðspurðra töldu húsnæðiskostnað sinn vega mjög þungt eða þugnt í sínum útgjaldaliðum og að 60% kvenna töldu sig ekki séð fyrir sér og börnum sínum og 47 % karla voru á sömu skoðunn.

Páskafundur trúnaðarmanna sem fór framm þann 18.mars 2024.

Fundinn sóttu trúnaðarmenn Bárunar og var farið yfir meðal annars kjarakönnun Vörðu, þar sem Kristín Heba fór yfir skýrsluna sem má lesa hér að ofan

Það málefni sem fékk hvaða mesta athygli og skiljanlega miða við þá fjölmiðlaumfjöllum sem þau málefni hafa fengið, varðaði vinnustaðaeftirlit og mannsöl, en þar fór Saga Kajrtansdóttir frá vinnueftirliti A.S.Í yfir stöðu mála. Það er því miður ekki einsdæmi að fólk og sér í lagi fólk af erlendum uppruna verði fyrir ítrekuðum brotum af hendi vinnuveitenda, þó svo að lang flest þeirra séu ekki af sömu stærðargráðu og það mál sem er mikið fjallað um í fjölmiðlum í dag.

En af nógu er af taka samt sem áður og varða þau brot á almennum réttindum, svo sem launakjör, réttmæta hvíldartíma, skort á mannshæfandi húsnæði, skort á kynnignu réttinda og að engir trúnaðamenn séu á vinnustað, sem gegna mikilvægu hlutverki í því að farið sé eftir þeim lögum er varða réttindi fólks.  Það er því miður sannleikurinn að það eru ekki bara skipulögð glæpagengi sem ítrekað brjóta þessi réttindi, hvort sem það er gert vísvitandi eður ei, einnig mætti lagarammin í kringum þau lög sem þessi málefni varðar vera mun skilmerkilegri.

Sigurlaug Gröndal skólastýra Félagsmálaskóla alþýðunar ræddi svo um þær brotalamir sem eru víðsvegar innan íslensk vinnumarkaðar. Dæmi um þær brotalamir eru brot á öryggis aðstæðum, brot á og mismunun á vinnuaðstæðum, skortur á fræðslu á almennum réttindum starfsfólks. Lítið eða ekkert tillit tekið til kvartanna og eða beiðna starfsfólks, að gerðar séu óraunhæfar kröfur um að starfsfólk sinni störfum sem engan veginn heyrir undir þeirra störf og það beðið um að hlaupa/vinna hraðar, ef um undirmönnun sé að ræða.

Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur fór svo yfir mikilvægi trúnaðarmanna og þeirra réttinda sem þeir/þau eiga að búa við á vinnustöðum. Í dag er almennt frekar erfitt að fá fólk til þess að gegna þessari þó mikilvægri stöðu, sem er gerð til þess að fylga eftir réttindum starfsfólks. Það gæti meðla annars orsakast að því að þeim reglum sem gilda eiga er ekki ávalt fylgt eftir og eru dæmi um að trúnaðarmenn hafi verið sagt upp, á röngum og í raun ólöglegum forsendum og hafa þær uppsagnir leytt til dómsmála.

Að lokum fór Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunar svo yfir sögu stéttarfélagsins, hlutverk starfsfólks og mikilvægi starfsemi stéttarfélaga almennt á íslenskum vinnumarkaði.

Sóltún 28 komin aftur í útleigu

Orlofsíbúð Bárunnar að Sóltúni 28, Reykjavík er komin aftur í opna útleigu til félagsmanna. Stjórn sjúkrasjóðs Bárunnar ákvað að leigja íbúðina tímabundið til Grindvíkinga vegna eldgosa í og við Grindavík. Fólkið sem var í íbúðinni hefur skilað henni í topp standi og er hægt að leigja hana aftur út eins og venjulega í gegnum Orlofsvef Bárunnar.

 

Mörg Tímabil laus í sumar

Opnað hefur verið fyrir leigu á orlofshúsakostum félagsins sem ekki var úthlutað. Þó nokkrar vikur eru lausar víðsvegar um landið.
Fyrstur kemur fyrstur fær.

Páskaopnun og breytt dagsetning afgreiðslu styrkja úr sjúkrasjóðs.

Vegna páskafrís verðum við að færa til greiðslur á heilsu og forvarnarstyrkjum ásamt greiðslu sjúkradagpeninga.

 

  • Heilsu og forvarnastyrkir: Verða greiddir út miðvikudaginn 27.mars. Síðustu forvöð að sækja um er þriðjudagurinn 26.mars.

    Heilsu og forvarnarstyrkir

  • Sjúkradagpeningar: Afgreiðsla sjúkradagpeninga verður einnig miðvikudaginn 27.mars. Skilafrestur gagna er mánudaginn 25. Mars.

    Sjúkradagpeningar

 

Eftir páska fer afgreiðsla aftur í venjulegt form

 

Lokað verður á skrifstofu Bárunnar eftirtalda daga vegna páskafrís:

 

  • Skírdagur fimmtudagurinn 28.mars
  • Föstudagurinn langi föstudagurinn 29.mars
  • Annar í páskum Mánudagurinn 1.mars

 

Við óskum félagsmönnum góðra stunda yfir páskana.

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags