Við vinnum fyrir þig

Translate to

Páskafundur trúnaðarmanna

Páskafundur trúnaðarmanna Bárunnar var haldinn 28.03.2023 í vinnustofu Bankans.

Mætingin var mjög góð og var dagskráin frá 13:00 til 19:00.

Halldór Oddsson lögfræðingur ASÍ fór yfir nýliðnar kjaradeilur sem var mjög áhugavert. Kom hann með nokkur dómafordæmi varðandi verkföll og miðlunartillögur og fleira skemmtilegt. Næst kom svo Guðrún Margrét Guðmundsdóttir sem er sérfræðingur ASÍ í málefnum innflytjenda og í jafnréttismálum. Hún var með mjög svo áhugaverðan fyrirlestur um jafréttisbaráttuna og stöðu kvenna á vinnumarkaði. Ákveðið var að breyta til og fá atvinnurekanda til að fara yfir vinnutímastyttinguna og kom Bergsteinn forstjóri Set og fór yfir útfærslu þeirra á vinnutímastyttingunni sem hefur vakið mikla lukku meðal starfsmanna og því ber að fagna. Þór Hreinsson skrifstofustjóri Bárunnar og Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur fóru yfir helstu fyrirspurnir og þau mál sem koma inn á borð Bárunnar og var áhugavert að sjá hvaða mál það voru og hvernig unnið er að þeim. Halldóra formaður fór svo yfir stöðuna í kjaramálum en nú eru ríki og sveitarfélög í samningslotum og fór hún yfir stöðuna þar og einnig yfir sögu Bárunnar. Loks fór hún Marta okkar yfir námsstyrkina og orlofskosti Bárunnar. Miklar og skemmtilegart umræður sköpuðust og má með sanni segja að dagurinn hafi heppnast mjög vel. Allir voru svo leystir út með páskaeggi.

 

Báran leggur mikið uppúr því að vera í góðum tengslum við trúnaðarmenn félagsins og er þessi fundur partur af því. Hann er haldinn árlega ásamt jólafundinum og þykir okkur ákaflega vænt um þessa hefð og hvetjum við ávallt alla okkar trúnaðarmenn að mæta á þessa fundi og mynda góða tengingu og njóta góðrar fræðslu.