Við vinnum fyrir þig

Translate to

Rafræn atkvæðagreiðsla hefst á mánudag

Klukkan átta mánudaginn 23. mars nk. hefst rafræn atkvæðagreiðsla um heimild til verkfallsboðunar fyrir félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins, þ.e. á almenna vinnumarkaðinum. Í dag voru send út kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar sem ættu að berast til félagsmanna á mánudaginn eða í síðasta lagi á þriðjudaginn. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags í síma 480-5000.

Að þessu sinni verður um rafræna atkvæðagreiðslu að ræða. Lykilorðið sem fylgir með kjörgögnum veitir félagmanni aðgang að kosningunni.

Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en hefur ekki fengið send gögn er hægt að kæra sig inn. Viðkomandi þarf að hafa samband við skrifstofu  Bárunnar sem sendir málið til kjörstjórnar til athugunar.

Nánari upplýsingar á heimasíðu SGS

Auglýsing Bárunnar og SGS