Við vinnum fyrir þig

Translate to

Rafræn atkvæðagreiðsla hófst klukkan 12 í dag

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjaraamning við sveitarfélögin hófst í dag, mánudaginn 3. febrúar, kl. 12:00 og lýkur sunnudaginn 9. febrúar kl. 12:00. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða kynntar mánudaginn 10. febrúar.

Hvernig á að greiða atkvæði?
Til að greiða atkvæði með rafrænum hætti smellir viðkomandi á hnappinn hér til hægri og skráir sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir innskráningu birtist atkvæðaseðilinn og getur viðkomandi þá greitt atkvæði. Einnig er hægt að kjósa með því að smella á linkinn hér fyrir neðan í þessari frétt.