Rafræn atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga
Á morgun þriðjudag kl. 12.00 hefjast kosningar um kjarasamningana sem undirritaðir voru þann 21. desember síðastliðinn. Kjarasamningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna í leynilegri, rafrænni atkvæðagreiðslu sem líkur kl. 12.00 á hádegi þriðjudaginn 21. janúar 2014. Á föstudaginn voru send út bréf til félagsmanna sem starfa eftir samningi við Samtök atvinnulífsins, þ.e. þeirra sem starfa á almenna markaðinum. Í sendingunni til félagsmanna eru kjörgögn með notandanafni og lykilorði inn á rafrænan atkvæðaseðil á heimasíðu Bárunnar, stéttarfélags. Einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins.
Athugið að opnað verður fyrir aðgang klukkan 12.00 á morgun þriðjudag.
Við hvetjum alla félagsmenn til að tjá skoðun sína á samningunum með því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Þeir sem telja sig hafa atkvæðisrétt en fá ekki kjörgögn eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000.
Ítarlegt kynningarefni á íslensku, pólsku og ensku um samninginn er hægt að nálgast hægra megin á heimasíðu félagsins.