Raunfærnimat á vorönn 2014
Nú hafa yfir 100 einstaklingar á Suðurlandi farið í raunfærnimat hjá Fræðslunetinu og fengið þannig færni sína metna til framhaldsskólaeininga. Á næstu vikum verða haldnir kynningarfundir á raunfærnimati í hinum ýmsu greinum m.a. fyrir starfsfólk á garðyrkjustöðvum, hestabúum, verslunum og í leikskólum og fl. sjá mynd hér fyrir neðan.
Við hvetjum félagsmenn sem hafa starfsreynslu á þessum sviðum að nýta sér tækifærið og mæta á kynningarfund í viðkomandi grein. Kynningarfundirnir verða haldnir í Fjölheimum við Bankaveg á Selfossi.
Í kvöld kl. 18.00 verður kynning á raunfærni fyrir verslunarfólk. Allar upplýsingar veita Sólveig og Eydís Katla hjá Fræðslunetinu í síma 560-2033.