Raunfærnimat hjá Fræðsluneti Suðurlands
Í kvöld mánudaginn 24. mars kl. 19.30 verður haldinn kynningarfundur um raunfærnimat í hestamennsku. Fundurinn verður haldinn í Fjölheimum við Bankaveg á Selfossi, stofu 205. Við hvetjum félagsmenn sem hafa starfað við hestamennsku að nýta þetta stóra tækifæri til meta fyrri reynslu og færni. Þess má geta að raunfærnimat er félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Næstu kynningarfundir:
Stuðningsfulltrúar og leikskólaliðar fimmtudaginn 27. mars kl. 18.00.
Garð og skógarplöntuframleiðsla fimmtudaginn 3. apríl kl. 17.00.