
Reiknivél SGS
Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að geta farið yfir með tiltölulega einföldum hætti hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga, þ.e. kannað hvort þeirra launaseðill sé réttur.
Starfsgreinasambandið, fyrir hönd allra sinna aðildarfélaga, er með reiknivél þar sem félagsmenn geta nýtt sér til að reikna út laun sín, kannað hvort launaseðlar þeirra séu réttir og annað það sem snertir margvíslegar greiðslur.
Leitast hefur verið við að hafa reiknivélina eins einfalda í notkun og kostur er og má því búast við að hún nái ekki utan um öll möguleg tilfelli.