Við vinnum fyrir þig

Translate to

REYNT TIL ÞRAUTAR AÐ NÁ SAMNINGI VIÐ SVEITARFÉLÖGIN

Stíf fundarhöld um nýjan kjarasamning SGS við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa staðið yfir undanfarna daga og standa enn. Fundir voru haldnir í Karphúsinu þar til á fjórða tímann síðastliðna nótt og í morgun hittist svo samninganefnd SGS til að taka stöðuna. Þegar þessi orð eru skrifuð standa vonir til þess að skrifað verði undir nýjan kjarasamning innan skamms. SGS mun flytja frekari fréttir af gangi mála eftir því sem fram vindur.

Tekið af heimasíðu SGS