Við vinnum fyrir þig

Translate to

Samband minni stéttarfélaga – Reglur um sóttkví og fleira

Vinna Þríbólusettra í sóttkví

 

Fyrirspurn barst frá einu aðildarfélaga SMS vegna heimilda til að sækja vinnu í sóttkví en spurningin varðaði nokkra þríbólusettra einstaklinga og einn tvíbólusettan. Rétt er að frá og með 7. janúar sl. mega þríbólusettir sækja vinnu.  Athugið að þríbólusett fólk þarf enn að fara í sóttkví þó mildari reglur gildi um þá sóttkví.

Sá tvíbólusetti þarf hins vegar að fara í sóttkví eftir almennum reglum https://www.covid.is/undirflokkar/sottkvi og nýtur þá úrræða Vinnumálastofnunar um greiðslur í sóttkví sem að hámarki geta orðið kr. 633.000 á mánuði eða 21.000 kr. á dag. https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/greidslur-i-sottkvi  

 


Mildari reglur í sóttkví gilda um:
  • Fólk sem er þríbólusett og fékk síðustu sprautuna meira en 14 dögum áður en útsetning fyrir smiti á sér stað.
  • Fólk sem hefur jafnað sig af staðfestu COVID-19 smiti og er jafnframt tvíbólusett, að því gefnu að seinni sprautan hafi verið fengin meira en 14 dögum áður en útsetning fyrir smiti á sér stað.
Breyttar reglur fela í sér að fólk er skráð í sóttkví en er:
  • heimilt að sækja vinnu eða skólaog sækja sér nauðsynlega þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu, fara í matvöruverslanir og lyfjabúðir og nota almenningssamgöngur,
  • óheimilt að fara á mannamót eða staði þar sem fleiri en 20 koma saman (nú 10), nema í því samhengi sem nefnt er hér að ofan
  • skylt að nota grímuí umgengni við alla nema þá sem teljast í nánum tengslum og gildir grímuskyldan einnig þótt hægt sé að halda tveggja metra fjarlægð,
  • óheimilt að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þar með talin hjúkrunarheimili, nema með sérstöku leyfi viðkomandi stofnunar,
  • skylt að forðast umgengnivið einstaklinga sem eru í aukinni hættu á alvarlegum veikindum ef þeir smitast af Covid-19.

Rétt er að árétta að þessar einstaklingar eru skráðir í sóttkví eins tíðkast hefur verið til þessa um sóttkví almennt og þurfa að fara í PCR sýnatöku á fimmta degi.

Foreldrar sem eru heima vegna þess að leikskólar eru lokaðir vegna sóttkvíar eða smits sem kemur upp. https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/greidslur-i-sottkvi Reglur segja skýrt að greiðslurnar nái ekki yfir slíkt.

 


Uppgjör bifreiðahlunninda

 

Fyrirspurn barst frá einu aðildarfélaga SMS vegna uppgjörs bifreiðarhlunninda vegna starfsloka félagsmanns. Starfsmaðurinn hafði haft bíl frá atvinnurekanda til umráða og var hún notuð í þágu vinnuveitanda á vinnutíma en starfsmanni var frjálst að nota bifreiðina utan vinnutíma til eigin þarfa. Starfsmanni var sagt upp og ekki var óskað vinnuframlags á uppsagnarfresti og hafði starfsmaðurinn ekki umráð yfir bifreiðinni á uppsagnarfresti.

 

Spurt var hvernig skal meta slík bifreiðarhlunnindi  og hvernig koma þau fram á launaseðli?

 

Svar:

Starfsmaður skal eins staddur á uppsagnarfresti og hann var á starfstíma. Honum þarf því launagreiðandinn að greiða andvirði bifreiðahlunnindanna þar sem hann hefur ekki bílinn til umráða á uppsagnarfresti. Samkvæmt upplýsingum Ríkisskattstjóra eru hlunnindi metin starfsmanni til tekna á launaseðli.  Greiði starfsmaður launagreiðanda sínum sannanlega fyrir afnot bifreiðarinnar koma slíkar greiðslur til frádráttar tekjumatinu. (frádráttur á launaseðli). Við ákvörðun á fjárhæð fullra bifreiðahlunninda er miðað við aldur og verð bifreiðar, að meðtöldum virðisaukaskatti. Jafnframt þarf að taka tillit til þess hvort bifreið er í eigu launagreiðanda eða hvort hann hefur hana t.d. á rekstrarleigu. Reiknivél til útreiknings bifreiðarhlunninda* má finna hér https://www.skatturinn.is/einstaklingar/reiknivelar/reiknivel-bifreidahlunninda/


*Útreiknireglur eru þessar:

Bifreið í eigu launagreiðanda: Bifreið frá 2014 eða síðar: Ársumráð slíkrar bifreiðar skulu miðast við 28% af upphaflegu kaupverði bifreiðarinnar sam­kvæmt eignaskrá launagreiðandans eða þess sem innir hlunnindin af hendi. Heimilt er að færa verð bifreiðarinnar niður um 10% á ári, í fyrsta skipti á árinu eftir kaupár en mest þannig að við­mið­unarverð til útreiknings á bifreiðahlunnindum verði aldrei lægra en 50% af kaupverði hennar.

Dæmi: Kaupverð bifreiðar á árinu 2020 var 10.000.000 kr. Þegar bifreiðahlunnindi fyrir tekjuárið 2021 eru reiknuð er heimilt að færa kaupverðið niður um 10%. Stofn til útreiknings verður því 9.000.000 kr. á tekjuárinu 2021 og tekjur af hlunnindum miðað við heilt ár verða 28% af þeirri fjárhæð eða 2.520.000 kr. sem svarar til 210.000 kr. á mánuði.

 

Bifreið ekki í eigu launagreiðanda t.d. í rekstrarleigu: Ársumráð slíkrar bifreiðar skulu miðast við 28% af verði bifreiðarinnar samkvæmt verðlista viðkomandi bifreiðaumboðs þegar launagreiðandi fær umráð yfir bifreiðinni, t.d. þann dag sem bif­reið er tekin á leigu, eða viðmiðunarverð leigusalans á bifreiðinni þegar leigufjárhæð hvers árs/mánaðar er ákveðið. Heimilt er að færa verð bifreiðarinnar niður um 10% á ári, í fyrsta skipti á árinu eftir að launagreiðandi fær umráð yfir henni en mest þannig að viðmiðunarverð til útreiknings á bifreiða­hlunnindum verði aldrei lægra en 50% af verði hennar.

Dæmi: Bifreið var tekin á leigu á árinu 2016. Verð hennar samkvæmt verðlista bifreiðaumboðsins þegar gengið er frá leigusamningi var 10.000.0000 kr. Þegar bifreiðahlunnindi fyrir tekjuárið 2021 eru reiknuð er heimilt að færa verðið niður um 10% hvert áranna 2017, 2018, 2019, 2020 og 2021 eða u.þ.b. 41% samtals. Stofn til útreiknings verður því 5.904.900 kr. tekjuárið 2021 og tekjur af hlunn­indum miðað við heilt ár verða 28% af þeirri fjárhæð eða 1.653.372 kr. sem svarar til 137.781 kr. á mánuði.

 


 

Greiðsla rekstrarkostnaðar:

  • Greiði starfsmaður sjálfur rekstrarkostnað bifreiðar sem hann hefur til umráða skal lækka hlutfall hlunninda um 6% af verði bifreiðarinnar eins og það er skilgreint að framan. Með rekstrarkostnaði í þessu sambandi er átt við eldsneytiskostnað, smurningu, þrif o.þ.h. Ef um er að ræða bifreið sem eingöngu notar rafmagn sem orkugjafa og starfsmaður hleður bifreiðina á eigin kostnað, en annar rekstrarkostnaður er greiddur af launagreiðanda, er heimilt að lækka hlutfall hlunninda þannig að miðað sé við 27% af verði bifreiðarinnar eins og það er skilgreint að framan í stað 28%.
  • Hafi starfsmaður haft afnot af bifreið launagreiðanda síns og honum er einungis heimilt að nota hana utan vinnutíma til aksturs milli heimilis og vinnustaðar og til einstakra tilfallandi afnota telst hann hafa takmörkuð afnot af bifreiðinni, enda sé hún að öðru leyti notuð í daglegum rekstri launagreiðanda. Takmörkuð afnot skulu metin til tekna miðað við 114,00 kr. á hvern ekinn kílómetra. Gögn um takmörkuð afnot skulu greinilega færð og vera aðgengileg skattyfirvöldum hvort sem er í bókhaldi launagreiðanda eða hjá starfsmanni. Sé um frekari afnot að ræða telst starfsmaður hafa full umráð bifreiðar eins og greint er frá hér að framan.
  • Þegar bifreið launagreiðanda er notuð til að koma starfsmönnum milli heimilis og vinnustaðar utan þess tíma sem almenningssamgöngur eru fyrir hendi og kjarasamningar kveða á um slíkt, skal ekki telja þann akstur til skattskyldra tekna starfsmanna. Við þessar aðstæður er heimilt að launamaður nýti bifreið þessa til aksturs milli heimilis síns og vinnustaðar, enda sé honum jafnframt gert að sækja/skila öðrum starfsmönnum sama launagreiðanda til og frá heimilum þeirra,við upphaf eða lok vinnudags.