Samkomulag um framlengingu viðræðna
Samkomulag hefur verið gert um að framlengja kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands á grundvelli eftirfarandi forsendna:
Aðilar eru sammála um að framlengja kjaraviðræðum til 30. september 2015 til og skapa þannig svigrúm til frekari viðræðna.
Náist samkomulag um framlengingu kjarasamninga aðila fyrir lok september 2015 mun sú upphafshækkun sem um semst, eða ígildi hennar, gilda frá og með 1. maí 2015
Náist ekki samkomulag fyrir 30. september er SNS ekki bundin af fyrrgreindu tímamarki um gildistöku kjarasamnings
Undi þetta samkomulag skrifa fulltrúar í samninganefnd sveitarfélaganna og samningamenn Starfsgreinasambandsins.