Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands samþykkir drög að samkomulagi
Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands kom saman til fundar í vikunni til að fjalla um drög að því samkomulagi ASÍ og Samtaka Atvinnulífsins sem nú liggur fyrir. Það var skýr niðurstaða fundarins að samþykkja samkomulagið sem gerir ráð fyrir styttingu samningstímans til 30. nóvember 2013, hækkun iðgjalda til fræðslumála auk fleiri þátta. Með þessu móti koma umsamdar launahækkanir til framkvæmda 1. febrúar næstkomandi en samkvæmt kjarasamningum hækka laun þá um 3,25% og lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf um 11.000 krónur.
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skipa eftirtalin félög: Stéttarfélag Vesturlands, Vlf. Snæfellinga, Vlf. Vestfirðinga, Vlsfél. Bolungarvíkur, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining-Iðja, Afl-Starfsgreinafélag, Vlf. Suðurlands, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Vfl. Grindavíkur og Vlsfél. Sandgerðis.
Tekið af heimasíðu SGS