Við vinnum fyrir þig

Translate to

Samningur um leigu á fræðslusetri undirritaður

Í dag var undirritaður samningur Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands  við Sveitarfélagið Árborg um leigu á Sandvíkurskóla á Selfossi. Í húsinu verða m.a. Fræðslunet Suðurlands, Háskólafélagið, Markaðsstofa Suðurlands, Réttargæslumaður fatlaðra á Suðurlandi og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands. Samningurinn er til 10 ára. Fram kom í ræðu Eyþórs Arnalds formanns bæjarráðs Árborgar að um væri að ræða einn stærsta viðburð í sögu skólamála á Suðurlandi.  Mikil ánægja er með þessa nýju og glæsilegu aðstöðu og var samningnum vel fagnað af þeim sem voru viðstaddir undirritunina.