Við vinnum fyrir þig

Translate to

Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald

Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til samráðsfundar á meðal aðildarfélaga sinna föstudaginn 13. apríl kl. 13:00 í Sætúni 1 um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Þingkonurnar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir munu mæta á fundinn til að útskýra afstöðu ríkistjórnarinnar og ræða um hugsanleg áhrif frumvarpanna á fiskvinnslufólk.

Markmiðið með þessum samráðsfundi er að gefa fulltrúum launafólks í fiskvinnslu tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum um frumvörpin á framfæri við stjórnvöld en um leið móta sameiginlega afstöðu Starfsgreinasambandsins til þessara tveggja frumvarpa.

Tekið af heimasíðu SGS