Samstaða og samvinna
Á morgun, miðvikudaginn 16. október hefst 4. þing Starfsgreinasambands Íslands á Hofi á Akureyri undir yfirskriftinni Samstaða og samvinna. Þingið mun fjalla um kjaramál í aðdraganda kjarasamninga, atvinnumál almennt, húsnæðismál og fleira. Starfsgreinasamband Íslands (SGS) er landssamband almenns og sérhæfðs verkafólks.en 19 verkalýðsfélög eiga aðild að sambandinu með um 50 þúsund félagsmenn. Báran er eitt af þeim félögum sem eiga aðild að sambandinu.