Við vinnum fyrir þig

Translate to

Skipulag verkfallsaðgerða

Starfsgreinasambandið (SGS) hefur tilkynnt um víðtækar verkfallsaðgerðir sem bresta munu á í lok þessa mánaðar og í maímánuði, hafi ekki náðst samningar fyrir þann tíma. Um er að ræða harðari og umfangsmeiri aðgerðir en áður höfðu verið kynntar en í stað staðbundinna vinnustöðvana þá hefjast allsherjarverkföll. Aðgerðirnar ná til yfir 10 þúsund félagsmanna aðildarfélaga SGS og munu hafa mikil áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. Atkvæðagreiðsla vegna verkfallsboðunarinnar hefst mánudaginn 13. apríl kl. 8.00 og henni lýkur viku síðar á miðnætti 20. apríl.

Skipulag verkfallsaðgerðanna:

30. apríl 2015 – Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.

6. maí 2015 – Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).

7. maí 2015 – Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).

19. maí 2015 – Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).

20. maí 2015 – Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).

26. maí 2015 – Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.