Við vinnum fyrir þig

Translate to

Skólakynningar Bárunnar

Í vetur höfum við farið í FSU og kynnt fyrir nýnemum réttindi þeirra og skyldur á vinnumarkaði. Í heimsókninni er þeim bent á að nota APP sem heitir KLUKK en það er tímaskráningar app !

Með því appi er hægt að stimpla sig inn og út úr vinnu og halda þannig vel utan um unna tíma. Það er gps staðsetningartengt.

Þeir nemendur fengu allir penna, buff og hleðslubanka ( svo þau geti nú alltaf verið með næga hleðslu til að geta notað appið KLUKK ) að gjöf frá Bárunni.

 

Einnig hafa hópar úr 10. bekk frá Sunnulækjaskóla og Vallaskóla komið til okkar í heimsókn og fengið fræðslu um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Það er svo mikilvægt að vita sín réttindi þegar stigið er sín fyrstu skref út á vinnumarkaðinn, því oftar en ekki, er það þessi aldurshópur ásamt útlendingum sem er mest svikinn af sínum vinnuveitendum, þá líklega vegna þekkingarleysi.

Einnig biðjum við þau um að aðstoða þá útlendinga sem þau þekkja, við að skilja sín réttindi á vinnumarkaði.
Saman erum við sterkari, um það snúast stéttarfélög, að styðja við bakið á hvort öðru !

Þau voru mjög áhugasöm og við vonum að þessar heimsóknir verði gott veganesti út í lífið ásamt Pizzunni sem þau fengu í hádegismat 
Að auki fengu þau öll buff með endurskinsmerki að gjöf, það er svo mikilvægt að sjást í myrkrinu !

Takk fyrir komuna, það var frábært að fá ykkur sem og alla hina hópana sem hafa komið til okkar í vetur !

Við náðum myndum af sumum þeirra en því miður ekki alveg öllum en látum nokkar fylgja.