Við vinnum fyrir þig

Translate to

Skrifað hefur verið undir kjarasamning við Sveitarfélög

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var skrifað undir kjarasamning við sveitarfélögin. Báran, stéttarfélag er aðili að þeim samningi. Þessi kjarasamningur er nokkuð góður að mati formanns.

Helstu atriði samningssins eru þessi :

 

  • Laun hækka um 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 1. janúar 2022. Þann 1. janúar 2023 hækka laun í samræmi við hækkanir á almennum vinnumarkaði.
  • Lágmarksorlof hjá öllum starfsmönnum verður 30 dagar.
  • Markviss skref til styttingar vinnuvikunnar. Frá 1. janúar 2021 styttist vinnuvikan um samtals 65 mínútur fyrir fólk í fullu starfi.
  • Vegna þess hversu lengi það hefur dregist að gera kjarasaming fá félagsmenn greidda eingreiðslu, upp á samtals 195.000 kr., miðað við fullt starf tímabilið 1. apríl til 31. desember 2019. Til frádráttar kemur 125.000 kr. innágreiðsla frá því í október 2019.
  • Persónuuppbót sem greiðist 1. maí ár hvert og nemur 50.450 kr. fyrir fullt starf árið 2020. Desemberuppbót hækkar úr 115.850 kr. árið 2019 í 124.750 kr. árið 2022.
  • Launað námsleyfi, Heimilt er að veita starfsmanni, sem starfað hefur  skv. þessum samningi samfellt hjá sama sveitarfélagi í 3 ár, launað leyfi í samtals þrjá mánuði til þess að stunda viðurkennt nám sem veitir ákveðin starfsréttindi.

 

Starfsmenn Bárunnar munu kynna samning þennan á nokkrum stofnunum á félagssvæði Bárunnar, auglýst verður síðar hvar og í framhaldi af heimsóknunum verður svo rafræn atkvæðagreiðsla dagana 03.-10 febrúar.