Skrifað undir kjarasamning við SA
Báran, stéttarfélag skrifaði síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn byggist á sáttatillögu ríkissáttasemjara. Sex önnur verkalýðsfélög innan vébanda Starfsgreinasambandsins skrifuðu undir samninginn. Félögin sem skrifuðu undir auk Bárunnar, stéttarfélags eru: Eining – Iðja, Samstaða Blönduósi, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Aldan stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands og Verkalýðsfélag Snæfellinga. Félagsmenn allra þessara verkalýðsfélaga felldu kjarasamning sem undirritaður var fyrir jól. Samninganefnd félagsins verður boðað til fundar næstkomandi mánudag þar sem samningurinn verður kynntur. Hann verður síðan kynntur félagsmönnum.