Við vinnum fyrir þig

Translate to

Skrifstofuherbergi á Selfossi til leigu

Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á Suðurlandi auglýsir 18. fm skrifstofuherbergi til leigu. Herbergið er staðsett í húsnæði stéttarfélaganna á Austurvegi 56, Selfossi.

Um er að ræða bjarta skrifstofu með aðgengi að glæsilegri sameign, eldhúsi, salerni og aðgang að fundarsölum (ca. 10 manna og 50 manna) með símafjarfundarbúnaði og skjávarpa.  Innifalið í leigu er rafmagn, hiti og þrif.  Gott aðgengi fyrir fatlaða. Nánari upplýsingar veita Þór Hreinsson og Gils Einarsson í síma 480-5000 eða í tölvupósti thor@midja.is , gils@vms.is