Við vinnum fyrir þig

Translate to

Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands

Fyrsta útskrift úr námskeiðinu „Meðferð matvæla“ hjá  Fræðsluneti Suðurlands var þann 29. mars síðastliðinn. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í matvælaiðnaði og er góður undirbúningur undir frekara nám t.d. í mjólkuriðnaði. Fræðslunet Suðurlands var í samstarfi við Báruna, stéttarfélag og MS á Selfossi, um að halda námskeiðið hér á Selfossi.

Fram kom hjá Ásmundi Pálssyni framkvæmdastjóra Fræðslunets Suðurlands, að námskeiðið hefði heppnast mjög vel og að þessi hópur væri sá fyrsti á landsvísu sem hefði lokið þessu námi. Við útskriftina afhentu Örn Bragi Tryggvason varaformaður Bárunnar stéttarfélags og Þór Hreinsson skrifstofustjóri Þjónustuskrifstofu stéttar- félaganna nemendum uppskriftabók að gjöf frá félaginu. Í lok námskeiðs hönnuðu nemendur eigin ost frá grunni og skrifuðu nákvæma innihaldslýsingu. Átta þátttakendur luku námskeiðinu. Óhætt er að fullyrða að mikil ánægja hafi verið með námskeiðið. Báran, stéttarfélag óskar útskriftarnemum til hamingju með áfangann.