Við vinnum fyrir þig

Translate to

Starfshópur skal móta nýtt framtíðarskipulag SGS

Þing Starfsgreinasambands Íslands samþykkti í gær að skipa 7 manna starfshóp sem á að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins. Störfum þessa hóps lýkur á framhaldsþingi sem haldið verður í síðasta lagi í maí 2012. Verkefni starfshópsins er að fara yfir framtíðarskipulag SGS, m.a. endurskoðun á hlutverki, starfsemi, stjórnkerfi, rekstri og lögum sambandsins með það að markmiði að einfalda stjórnkerfið, draga úr rekstrarkostnaði og færa starfsemi sambandsins að breyttu umhverfi aðildarfélaganna. 

Við ákvörðun fulltrúa í starfshópinn var lögð áhersla á að velja formenn félaga sem endurspegla mismunandi sjónarmið og skoðanir um framtíð sambandsins.

Starfshópinn skipa eftirtaldir fulltrúar: Halldóra S. Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Aðalsteinn Á Baldursson (Framsýn stéttarfélag), Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja), Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Kristján Gunnarsson (VSFK) og Sigurður Bessason (Efling stéttarfélag). 

Tekið af heimasíðu SGS