Við vinnum fyrir þig

Translate to

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt hafa gert samkomulag við NTV skólann um 100% endurgreiðslu á aðgengi félagsmanna að kennsluvefnum www.netkennsla.is.

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt, Sjómennt, Sveitamennt og Ríkismennt hafa gert samkomulag við NTV skólann um 100% endurgreiðslu á aðgengi félagsmanna að kennsluvefnum www.netkennsla.is. Í  boði er sérstakt tilboð, kr. 11.900,- fyrir 12 mánaða aðgengi að yfir 600 myndböndum sem útbúin eru til að auka tölvufærni í nútíma hugbúnaðar- og skýjaumhverfi og bæta samskipti og skipulag í lífi og starfi.

 

Félagsmenn stéttarfélaga sem heyra undir sjóðina geta skráð sig beint inn á www.netkennsla.is með því að fara í „Áskriftir“ í netborða efst á síðunni og velja „Nota starfsmenntasjóð/Skrá aðgang“ Viðkomandi fyllir síðan út skráningarform, merkir við sitt stéttarfélag og „Gengur frá pöntun“. Aðgangur opnast strax fyrir notandann og reikningur verður sendur á starfsmenntasjóð viðkomandi félagsmanns.