Stuðningsyfirlýsing
Stéttarfélögin í Suðurkjördæmi lýsa yfir fullum stuðningi við félaga okkar í Straumsvík og stéttarfélög þeirra í vinnudeilu við Samtök atvinnulífsins og Rio Tinto Alcan. Framganga hins alþjóðlega fyrirtækis með stuðningi SA felur í sér aðför að verkalýðsfélögum og þar með félagsmönnum þeirra og verður ekki lengur við unað.
Framganga SA og stuðningur við aðgerðir Rio Tinto í þessu máli samræmist ekki málflutningi samtakanna um sameiginlegt vinnumarkaðsmódel og sátt þeirri er því fylgir.
Stéttarfélögin í suðurkjördæmi:
Báran stéttarfélag
Drífandi stéttarfélag
Verkalýðsfélag Grindavíkur
Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
Verkalýðsfélag Suðurlands
Verslunarmannafélag Suðurlands
Ljósmynd: ASÍ