Við vinnum fyrir þig

Translate to

Sumarafleysing við ræstingar – umsóknarfrestur til 3. maí nk.

Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á Suðurlandi óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu við ræstingar, tímabilið 24. júní – 2. ágúst 2013.

Starfssvið:
Starfið felst í ræstingu á skrifstofuhúsnæði, Austurvegi 56 (þriðja hæð), Selfossi. Um er að ræða hlutastarf sem unnið er eftir kl. 16.00 virka daga,  þrisvar í viku.

Hæfniskröfur:
Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg.

Umsóknarfrestur er til 3. maí nk.

Nánari upplýsingar veitir Þór Hreinsson skrifstofustjóri í síma 480-5000. Umsóknir má senda á thor@midja.is