Við vinnum fyrir þig

Translate to

Svikin loforð

Sameiginlegur fundur samninganefndar Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands haldinn á Selfossi 11. janúar 2012 harmar vanefndir ríksstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana sem undirritaðir voru í maí 2011. Á sama tíma og aðilar vinnumarkaðarins hafa lagt á sig mikið erfiði og fórnir til að ná markmiðum samningsins þá hefur ríkisstjórn velferðar, jöfnuðar og lýðræðis svikið mikilvæg loforð í þríhliða samkomulagi milli aðila

Flest loforð um bætt kjör til handa þeim sem minnst bera úr býtum hafa verið svikin og ekkert bólar á fjárfestingum eða aðgerðum sem væntingar voru uppi um við undirskrift samningsins. Atvinnuleysi er viðvarandi og álögur á almenning aukast jafnt og þétt. Ekkert bólar á marglofuðum störfum og ekki er enn farið að vinna að jöfnuði lífeyrisréttinda heldur þvert á móti er hert á snörunni um háls almennu lífeyrissjóðanna.

Fundurinn minnir á að aftur og aftur hefur þessi ríkisstjórn, sem sótti umboð sitt til almennings, svikið loforð sín. Fundarmenn spyrja hvortríkisstjórnin telji sig geta notið trausts í því ljósi?

Fundurinn krefst þess að nú þegar verði farið í þær atvinnuskapandi aðgerðir sem lofað var, svo koma megi atvinnulífinu af stað þannig hér fari að skapast hagvöxtur sem byggir á öðru en að sækja pening í vasa launafólks.