Við vinnum fyrir þig

Translate to

Taktu þátt með okkur í Kvennaverkfallinu

Kvennaverkfall 24. október 2023

Samstöðufundur verður haldinn í Reykjavík á Arnarhóli kl 14:00.

FOSS stéttarfélag og Báran, stéttarfélag ætla að taka höndum saman og bjóða upp á sætaferðir á baráttufundinn í Reykjavík.

Brottför er kl 12:30 frá Hótel Selfoss og heimferð er kl 16:00. Allar konur og kvár eru velkomnar í rútu en takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Skráning fer fram með því að senda póst fyrir kl 8:00 á mánudagsmorgun 23. október á

foss@foss.bsrb.is eða baran@baran.is