Við vinnum fyrir þig

Translate to

Tilkynning frá Bárunni, stéttarfélagi.

Efling stéttarfélag hefur samþykkt að fara í almenna leynilega atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar meðal þeirra félagsmanna sem starfa í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi.

Ef vinnustöðvunin verður samþykkt, mun það taka til allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu.

Fram kemur að félagssvæði Eflingar nái meðal annars til Grímsnes og Grafningshrepps. Eftir sameinginu Grímsnes og Grafningshrepps sköruðust félagssvæði þessara tveggja félaga. Félagssvæði Bárunnar var í Grímsneshreppi og Eflingar í Grafningshreppi.

Ef til þessa verkfalls kemur fara félagsmenn Eflingar í verkfall sem starfa í Grímsnes og Grafningshreppi. Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags falla ekki undir þessa boðuðu vinnustöðvun ef hún verður samþykkt og fara því ekki í verkfall að þessu sinni.

 

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags