Við vinnum fyrir þig

Translate to

Tillaga – Fulltrúar á sambandsþing SGS

Almennt gera lög Bárunnar, stéttarfélags ráð fyrir að félagsfundur til kosningar fulltrúa á sambandsþing sé boðaður með sjö daga fyrirvara. Vegna aðstæðna í samfélaginu og mikillar smithættu Covid-19 hefur stjórn Bárunnar, stéttarfélags gert tillögu um fulltrúa félagsins á þing Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður 23.-25. mars nk. og mun að þessu sinni ekki boða til félagsfundar til kosningar.

 

Tillaga er gerð um eftirtalda aðila:

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, Örn Bragi Tryggvason, Ragnhildur Eiríksdóttir, Hjalti Tómasson og Magnús Magnússon. Til vara Helga Flosadóttir, Hildur Guðjónsdóttir, Jón Þröstur Jóhannesson, Ingvar Garðarsson og Sylwia K.

 

Hafi félagsmenn athugasemdir er þess óskað að þeim sé komið til formanns félagsins halldora@baran.is fyrir 17. febrúar nk.