Tillaga SGS að lausn í kjaradeilu
SGS hefur lagt fram tilboð að kjarasamningi við SA hjá ríkissáttasemjara í dag. Tilboð SGS hljóðaði upp á samning til eins árs með 15.000 kr. taxtahækkun frá 1. mars að telja og almenna kauphækkun upp á 4,5% svo og hækkun lágmarkstekjutryggingar í 200.000 kr. Auk þess sem SGS lagði áherslu á að þar sem samkomulag hefur náðst í sérmálum undanfarnar vikur – héldi það samkomulag inn í nýjan samning.
Er viðræðum var slitið sl. föstudag var enn ósamið í málefnum ræstingar og fiskvinnslu og er lögð áhersla á að ná sátt í þeim málum næstu daga.
Samningaviðræðum undir forystu samninganefndar ASÍ við SA var slitið á föstudagskvöld er Samtök Atvinnulífsins slitu viðræðum vegna ágreining við ríkisstjórnina um fiskveiðistjórnunarmál.