Við vinnum fyrir þig

Translate to

Tólf af fimmtán stærstu sveitarfélögunum hafa hækkað verð í sund

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2012. til 1. janúar 2013. Tólf sveitarfélög hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna, aðeins Fljótsdalshérað, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Árborg eru með óbreytta gjaldskrá. Árskort fullorðinna hefur hækkað í verði hjá 10 sveitarfélögum af 15. Fjótsdalshérað, Seltjarnarnes, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Árborg eru með óbreytta gjaldskrá en árskortið hefur lækkað í verði um 14% á Akureyri en þar er það jafnframt dýrast. Akureyri á heiður af mestu hækkun á stakri sundferð en hún nam 17%.

Sjá fréttina í heild á heimasíðu ASÍ.