Við vinnum fyrir þig

Translate to

Trúnaðarmannanámskeið Stéttarfélaganna

Daganna 28-29. mars var haldið trúnaðarmannanámskeið hér hjá Bárunni þar sem trúnaðarmenn Bárunnar og Verkalýðsfélags Suðurlands mættu og var farið yfir margskonar efni. Má þar nefna samksipti á vinnustað og var lögð áherlsa á mikilvægi góðra samskipta. Skoðuð var mismunandi framkoma og áhrif hennar á okkur og aðra, nemendur fengu að kynnast afleiðingum langvarandi slæmra samksipta, eineltis á vinnustað og hvernig bregðast eigi við. Einnig fengu nemendur að kynnast starfsemi stéttarfélaganna og réttindum félagsmanna. Farið var yfir innihald og uppbyggingu kjarasamninga og helstu túlkun á þeim og loks var farið yfir sjóði félaganna og og réttindi félagsmanna í þeim.

Þökkum við nemendum kærlega fyrir.