Við vinnum fyrir þig

Translate to

Um 60 trúnaðarmenn mættu á ráðstefnu

Trúnaðarmannaráðstefna var haldin á Hótel Selfossi í gær. Báran, stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Verkalýðsfélags Suðurlands og Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi stóðu í fyrsta sinn fyrir ráðstefnu af þessu tagi. Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur hélt kynningu um samskipti og líðan á vinnustað. Sólveig Kristinsdóttir verkefnastjóri hjá Fræðsluneti Suðurlands kynnti raunfærnimat á Suðurlandi. Guðmundur Hilmarsson fjallaði um hlutverk trúnaðarmannsins á vinnustað. Að lokum var slegið á létta strengi með Sigríði Klingenberg sem ræddi um samskiptatækni.