Við vinnum fyrir þig

Translate to

Um áhrif hækkunar lágmarkslauna

Á heimasíðu VR er birt grein um áhrif  hækkunar lágmarkslauna á atvinnu. Þar fjallar hagfræðingur félagsins um rannsóknir innan hagfræðinnar á þessum áhrifum. Greinin birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar

Þar kemur fram að niðurstöður magnbundinna rannsókna bendi til þess að hækkun lágmarkslauna hafi lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á, eða nærri, lágmarkslaunum – og er sú niðurstaða þvert á ríkjandi kenningar. En hverjar eru þá ástæður þess að hækkun lágmarkslauna hafi ekki þau áhrif sem almennt er talið? Greinin er birt í heild sinni hér að neðan.

______________________

Innan hagfræðinnar eru áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu eitt af því sem mest hefur verið rannsakað, einkum áhrif á atvinnu ungra og/eða ófaglærðra sem eru líklegri til að vera á, eða nærri, lágmarkslaunum. Ýmsar kenningar eru uppi um áhrif hækkunar lágmarkslauna þó ein þeirra sé hvað útbreiddust og styðst sú kenning við samkeppnislíkanið (e. competitive model). Það líkan segir að hækkun lágmarkslauna leiði til minni atvinnu eða færri unninna klukkustunda. Aðrar aðlaganir, sem samkeppnislíkanið segir að geti átt sér stað, eru hærra verð til neytenda, minni þjálfun starfsmanna ásamt breytingu í samsetningu starfsmanna (t.d. meira menntaðir ráðnir inn fyrir minna menntaða).

Tvö önnur líkön hafa mikið verið notuð til að greina áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu og ýmsa aðra þætti. Stofnanalíkanið (e. institutional model) gerir ráð fyrir að atvinnurekendur lagi sig að hækkun lágmarkslauna með því að fá meira út úr starfsfólkinu, þ.e. auki framleiðni þess. Atvinnurekendur geta brugðist við hækkun lágmarkslauna með því að krefjast meira af starfsmönnum sínum, endurskipuleggja störf o.s.frv. Í samkeppnislíkaninu er gert ráð fyrir því að skilvirkni innan fyrirtækja sé þegar í hámarki.

Hreyfanlega einkeypislíkanið (e. dynamic monopsony model) er þriðja líkanið sem hagfræðingar hafa stuðst við til að greina áhrif lágmarkslauna á atvinnu. Helsta viðbót þess á aðlögun fyrirtækja að hækkun lágmarkslauna er í gegnum lækkun kostnaðar vegna minni starfsmannaveltu. Í samkeppnislíkaninu geta atvinnurekendur ráðið nýjan starfsmann inn á sama tíma og annar hættir. Samkeppnislíkanið gefur sér að sá nýráðni sé jafn afkastamikill og fyrri starfsmaður. Þessu hafnar einkeypislíkanið.

Náttúrulegar tilraunir 

Svokallaðar náttúrulegar tilraunir (e. natural experiments) eru rannsóknir þar sem tilraunahópurinn og samanburðarhópurinn eru ákvarðaðir af náttúrunnar hendi eða öðrum þáttum sem eru ótengdir rannsókninni en þar mætti nefna ákvörðun fylkismarka í Bandaríkjunum. Hvað varðar áhrif lágmarkslauna hafa hagfræðingar borið saman m.a. þróun atvinnu milli fylkja í Bandaríkjunum þar sem lágmarkslaun voru hækkuð í ákveðnum fylkjum en öðrum ekki. Card og Krueger1 gerðu símakönnun fyrir og eftir hækkun lágmarkslauna í New Jersey 1992 og báru niðurstöður saman við þróunina í Pennsylvaníu á sama tíma þar sem lágmarkslaun hækkuðu ekki. Þeir fundu engin áhrif á atvinnu í New Jersey vegna aðgerðanna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru síðar staðfestar með upplýsingum úr launaskrám veitingastaða í New Jersey og Pennsylvaníu.

Í upphafi árs 2014 voru lágmarkslaun hækkuð í 13 fylkjum Bandaríkjanna. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs gerði einfalda rannsókn á áhrifum hækkunarinnar á atvinnu en fann engin áhrif. Hoffman og Shum2  töldu rannsókn fjárfestingarbankans ekki nógu góða og gerðu viðameiri rannsókn á fyrrgreindri hækkun þar sem áhersla var lögð á unglinga annars vegar og fullorðna með litla menntun hins vegar. Rannsóknin tók tillit til fjölmargra þátta þannig að unnt væri að einangra áhrif hækkunar lágmarkslaunanna. Niðurstöðurnar voru tölfræðilega ómarktækar en bentu þó til þess að hækkun lágmarkslauna hafi jákvæð áhrif á atvinnu.

Magnbundnar rannsóknir 

Magnbundnar rannsóknir (e. meta-analysis) eru oft notaðar í hagfræði, lyfjafræði, læknisfræði og öðrum fræðum til að fá betri mynd af niðurstöðum tölfræðilegra rannsókna. Með slíkum aðferðum má betur greina áhrif t.d. hækkunar lágmarkslauna á atvinnu en fæst með einni rannsókn. Hagfræðingarnir Card og Krueger gerðu magnbundna rannsókn á 15 rannsóknum sem tengjast lágmarkslaunum3. Niðurstöðurnar benda til ómarktækra áhrifa af hækkun lágmarkslauna á atvinnu. Doucouliagos og Stanley4  gerðu magnbundna rannsókn á 64 rannsóknum sem snúa að hækkun lágmarkslauna og áhrifum hennar á atvinnu ungs fólks. Þeir beittu nýjum aðferðum magnbundinna rannsókna til að vinna á bjaga af völdum valskekkju. Niðurstöður Doucouliagos og Stanley staðfesta þó niðurstöður Card og Krueger um ómarktæk áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu. Til að setja metnu áhrifin í samhengi benda niðurstöður til þess að 10% hækkun lágmarkslauna dragi úr atvinnu um 0,1%.

Í bók eftir hagfræðinganna Wolfson og Belman5 er farið yfir 27 rannsóknir á lágmarkslaunum. Niðurstöðurnar voru misjafnar en leiddu ekki í ljós nein neikvæð áhrif á atvinnu ungra launamanna eða þeirra sem störfuðu á skyndibitastöðum. Af þeim 27 rannsóknum sem þeir skoðuðu voru stærstu áhrifin jákvæð (á atvinnu) og tölfræðilega marktæk.

Viðbrögð vegna hækkunar lágmarkslauna 

Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að viðbrögð atvinnurekenda við hækkun lágmarkslauna eru misjöfn. Viðbrögðin geta verið:

  • Fækkun vinnustunda þó niðurstöður gefi til kynna að þau áhrif séu lítil.
  • Minni þjálfun starfsmanna. Niðurstöður rannsókna eru misjafnar en stofnanalíkanið segir að þjálfun starfsmanna geti aukist þar sem atvinnurekendur vilji nú fá meira út úr starfsfólkinu en áður.
  • Atvinnurekendur geta einnig leitað eftir starfsfólki með meiri færni sem myndi hafa slæm áhrif á þá sem litla reynslu eða menntun hafa. Niðurstöður rannsókna styðja þó ekki þessa kenningu
  •  Fyrirtæki geta hækkað verðlag. Samandregnar niðurstöður 30 rannsókna benda til að 10% hækkun lágmarkslauna leiði til 0,4-0,7% hækkunar verðlags6.
  • Aukin skilvirkni. Atvinnurekendur geta í kjölfar hækkunar lágmarkslauna leitað leiða til að auka framleiðni þeirra sem á lágmarkslaunum eru. Niðurstöður rannsókna7  sýna að um 90% stjórnenda hyggjast mæta hækkun lágmarkslauna með því að auka framleiðni vinnuaflsins.
  • Hærri lágmarkslaun geta einnig hvatt starfsfólk áfram líkt og kenningin um hvatalaun bendir til. Margar rannsóknir skoða áhrif hærri launa á hvata starfsfólks þó fáar hafi skoðað sérstaklega áhrifin af hækkun lágmarkslauna á aukinn hvata í starfi.
  • Samþjöppun launa. Vegna hærri launa ungra eða ómenntaðra starfsmanna geta stjórnendur dregið úr hækkun launa þeirra sem hærri laun hafa. Í viðtölum Hirch, Kaufmann og Zelenska við stjórnendur sagðist helmingur þeirra myndu seinka eða takmarka launahækkanir/bónusa til þeirra sem hærri laun hafa.
  • Minni hagnaður. Atvinnurekendur geta einnig mætt hærri launakostnaði vegna hækkunar lágmarkslauna með því að sætta sig við minni hagnað. Niðurstöður rannsókna hvað þetta varðar hafa verið mjög misjafnar.
  • Aukin eftirspurn. Í kjölfar kreppu þegar hagkerfi hafa ekki náð fullu atvinnustigi getur hækkun lægstu launa aukið eftirspurn eftir vöru og þjónustu fyrirtækja. Niðurstöður rannsóknar á áhrifum hækkunar lágmarkslauna, frá júlí 2012 – júlí 2014 í Bandaríkjunum, úr 7,25 dollurum í 9,8 dollara8 gefa til kynna að landsframleiðsla muni aukist um 25 milljarða og störfum fjölga um 100.000 yfir þriggja ára tímabil9.
  • Minni starfsmannavelta. Niðurstöður rannsókna10  benda til þess að fjöldi sem missir vinnuna í hverjum mánuði, fjöldi nýrra ráðninga og starfsmannavelta meðal unglinga og skyndibitastaða minnki töluvert eftir hækkun lágmarkslauna.

 

Lokaorð

Niðurstöður magnbundinna rannsókna benda til þess að hækkun lágmarkslauna hafa lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á eða nærri lágmarkslaunum. Þær niðurstöður eru því þvert á ríkjandi kenningar um aukið atvinnuleysi í kjölfar hækkunar lágmarkslauna. Helsta ástæða þess að hækkun lágmarkslauna hefur ekki þau áhrif sem almennt er talið er sú að kostnaðarauki fyrirtækja vegna hækkunar lágmarkslauna er hlutfallslega lítill. Aðlögunin getur komið með færri unnum vinnustundum, aukinni þjálfun starfsmanna, aukinni eftirspurn eftir meira menntuðu starfsfólki, minni launahækkunum til þeirra sem hafa hærri laun, aukinni framleiðni starfsmanna, hækkun verðlags, lægri hagnaði fyrirtækja eða minni starfsmannaveltu sem er jafnan mjög kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki.

Viðar Ingason, hagfræðingur VR

Greinin birtist fyrst í Vísbendingu, 3tbl. 2015

_______________________

1. Card, David and Alan Krueger. 1994. ,,Minimum Wages and Employment: A Case Study of the Fast-Food Indistry in New Jersey and Pennsylvania.

2.  Hoffman, Saul D. And Shum, Wai-Kit. 2014 – Minimum Wages and the Employment of Teens and Less-Educated Adults: New Evidence from Changes in State Minimum Wages, 2011-2014.

3. Card, D. And Krueger, A.B. 1995a. Time-series minimum-wage studies. A meta-analysis.

4. Doucouliagos, Hristos and T.D. Stanley. 2009. ,,Publication Selection Bias in Minimum-Wage Research? A Meta-Regression Analysis.“

5. Wolfson, Paul and Dale Belman. What does the minimum wage do?

6. Lemos, Sara. 2008. A Survey of the Effects of the Minimum Wage on Prices.

7. Hirch, Barry T., Bruce Kaufman og Tetyana Zelenska. Minimum Wage Channels of Adjustment.

8. Lágmarkslaun hækka í þremur jöfnum skrefum úr 7,25 í 9,8 eða 0,85 dollara í hvert skipti sem jafngildir 35% hækkun lágmarkslauna yfir tímabilið.

9. Hall, Doug og Copper, David. 2012. How raising the federal minimum wage would help working families and give the economy a boost

10. Dube, Arindrajit, T. William Lester og Michael Reich. 2014. Minimum Wage Shocks, Employment Flows and Labor Market Frictions

 

 

Á heimasíðu VR er birt grein um áhrif  hækkunar lágmarkslauna á atvinnu. Þar fjallar hagfræðingur félagsins um rannsóknir innan hagfræðinnar á þessum áhrifum. Greinin birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar

Þar kemur fram að niðurstöður magnbundinna rannsókna bendi til þess að hækkun lágmarkslauna hafi lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á, eða nærri, lágmarkslaunum – og er sú niðurstaða þvert á ríkjandi kenningar. En hverjar eru þá ástæður þess að hækkun lágmarkslauna hafi ekki þau áhrif sem almennt er talið? Greinin er birt í heild sinni hér að neðan.

______________________

Innan hagfræðinnar eru áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu eitt af því sem mest hefur verið rannsakað, einkum áhrif á atvinnu ungra og/eða ófaglærðra sem eru líklegri til að vera á, eða nærri, lágmarkslaunum. Ýmsar kenningar eru uppi um áhrif hækkunar lágmarkslauna þó ein þeirra sé hvað útbreiddust og styðst sú kenning við samkeppnislíkanið (e. competitive model). Það líkan segir að hækkun lágmarkslauna leiði til minni atvinnu eða færri unninna klukkustunda. Aðrar aðlaganir, sem samkeppnislíkanið segir að geti átt sér stað, eru hærra verð til neytenda, minni þjálfun starfsmanna ásamt breytingu í samsetningu starfsmanna (t.d. meira menntaðir ráðnir inn fyrir minna menntaða).

Tvö önnur líkön hafa mikið verið notuð til að greina áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu og ýmsa aðra þætti. Stofnanalíkanið (e. institutional model) gerir ráð fyrir að atvinnurekendur lagi sig að hækkun lágmarkslauna með því að fá meira út úr starfsfólkinu, þ.e. auki framleiðni þess. Atvinnurekendur geta brugðist við hækkun lágmarkslauna með því að krefjast meira af starfsmönnum sínum, endurskipuleggja störf o.s.frv. Í samkeppnislíkaninu er gert ráð fyrir því að skilvirkni innan fyrirtækja sé þegar í hámarki.

Hreyfanlega einkeypislíkanið (e. dynamic monopsony model) er þriðja líkanið sem hagfræðingar hafa stuðst við til að greina áhrif lágmarkslauna á atvinnu. Helsta viðbót þess á aðlögun fyrirtækja að hækkun lágmarkslauna er í gegnum lækkun kostnaðar vegna minni starfsmannaveltu. Í samkeppnislíkaninu geta atvinnurekendur ráðið nýjan starfsmann inn á sama tíma og annar hættir. Samkeppnislíkanið gefur sér að sá nýráðni sé jafn afkastamikill og fyrri starfsmaður. Þessu hafnar einkeypislíkanið.

Náttúrulegar tilraunir 

Svokallaðar náttúrulegar tilraunir (e. natural experiments) eru rannsóknir þar sem tilraunahópurinn og samanburðarhópurinn eru ákvarðaðir af náttúrunnar hendi eða öðrum þáttum sem eru ótengdir rannsókninni en þar mætti nefna ákvörðun fylkismarka í Bandaríkjunum. Hvað varðar áhrif lágmarkslauna hafa hagfræðingar borið saman m.a. þróun atvinnu milli fylkja í Bandaríkjunum þar sem lágmarkslaun voru hækkuð í ákveðnum fylkjum en öðrum ekki. Card og Krueger1 gerðu símakönnun fyrir og eftir hækkun lágmarkslauna í New Jersey 1992 og báru niðurstöður saman við þróunina í Pennsylvaníu á sama tíma þar sem lágmarkslaun hækkuðu ekki. Þeir fundu engin áhrif á atvinnu í New Jersey vegna aðgerðanna. Niðurstöður rannsóknarinnar voru síðar staðfestar með upplýsingum úr launaskrám veitingastaða í New Jersey og Pennsylvaníu.

Í upphafi árs 2014 voru lágmarkslaun hækkuð í 13 fylkjum Bandaríkjanna. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs gerði einfalda rannsókn á áhrifum hækkunarinnar á atvinnu en fann engin áhrif. Hoffman og Shum2  töldu rannsókn fjárfestingarbankans ekki nógu góða og gerðu viðameiri rannsókn á fyrrgreindri hækkun þar sem áhersla var lögð á unglinga annars vegar og fullorðna með litla menntun hins vegar. Rannsóknin tók tillit til fjölmargra þátta þannig að unnt væri að einangra áhrif hækkunar lágmarkslaunanna. Niðurstöðurnar voru tölfræðilega ómarktækar en bentu þó til þess að hækkun lágmarkslauna hafi jákvæð áhrif á atvinnu.

Magnbundnar rannsóknir 

Magnbundnar rannsóknir (e. meta-analysis) eru oft notaðar í hagfræði, lyfjafræði, læknisfræði og öðrum fræðum til að fá betri mynd af niðurstöðum tölfræðilegra rannsókna. Með slíkum aðferðum má betur greina áhrif t.d. hækkunar lágmarkslauna á atvinnu en fæst með einni rannsókn. Hagfræðingarnir Card og Krueger gerðu magnbundna rannsókn á 15 rannsóknum sem tengjast lágmarkslaunum3. Niðurstöðurnar benda til ómarktækra áhrifa af hækkun lágmarkslauna á atvinnu. Doucouliagos og Stanley4  gerðu magnbundna rannsókn á 64 rannsóknum sem snúa að hækkun lágmarkslauna og áhrifum hennar á atvinnu ungs fólks. Þeir beittu nýjum aðferðum magnbundinna rannsókna til að vinna á bjaga af völdum valskekkju. Niðurstöður Doucouliagos og Stanley staðfesta þó niðurstöður Card og Krueger um ómarktæk áhrif hækkunar lágmarkslauna á atvinnu. Til að setja metnu áhrifin í samhengi benda niðurstöður til þess að 10% hækkun lágmarkslauna dragi úr atvinnu um 0,1%.

Í bók eftir hagfræðinganna Wolfson og Belman5 er farið yfir 27 rannsóknir á lágmarkslaunum. Niðurstöðurnar voru misjafnar en leiddu ekki í ljós nein neikvæð áhrif á atvinnu ungra launamanna eða þeirra sem störfuðu á skyndibitastöðum. Af þeim 27 rannsóknum sem þeir skoðuðu voru stærstu áhrifin jákvæð (á atvinnu) og tölfræðilega marktæk.

Viðbrögð vegna hækkunar lágmarkslauna 

Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að viðbrögð atvinnurekenda við hækkun lágmarkslauna eru misjöfn. Viðbrögðin geta verið:

  • Fækkun vinnustunda þó niðurstöður gefi til kynna að þau áhrif séu lítil.
  • Minni þjálfun starfsmanna. Niðurstöður rannsókna eru misjafnar en stofnanalíkanið segir að þjálfun starfsmanna geti aukist þar sem atvinnurekendur vilji nú fá meira út úr starfsfólkinu en áður.
  • Atvinnurekendur geta einnig leitað eftir starfsfólki með meiri færni sem myndi hafa slæm áhrif á þá sem litla reynslu eða menntun hafa. Niðurstöður rannsókna styðja þó ekki þessa kenningu
  •  Fyrirtæki geta hækkað verðlag. Samandregnar niðurstöður 30 rannsókna benda til að 10% hækkun lágmarkslauna leiði til 0,4-0,7% hækkunar verðlags6.
  • Aukin skilvirkni. Atvinnurekendur geta í kjölfar hækkunar lágmarkslauna leitað leiða til að auka framleiðni þeirra sem á lágmarkslaunum eru. Niðurstöður rannsókna7  sýna að um 90% stjórnenda hyggjast mæta hækkun lágmarkslauna með því að auka framleiðni vinnuaflsins.
  • Hærri lágmarkslaun geta einnig hvatt starfsfólk áfram líkt og kenningin um hvatalaun bendir til. Margar rannsóknir skoða áhrif hærri launa á hvata starfsfólks þó fáar hafi skoðað sérstaklega áhrifin af hækkun lágmarkslauna á aukinn hvata í starfi.
  • Samþjöppun launa. Vegna hærri launa ungra eða ómenntaðra starfsmanna geta stjórnendur dregið úr hækkun launa þeirra sem hærri laun hafa. Í viðtölum Hirch, Kaufmann og Zelenska við stjórnendur sagðist helmingur þeirra myndu seinka eða takmarka launahækkanir/bónusa til þeirra sem hærri laun hafa.
  • Minni hagnaður. Atvinnurekendur geta einnig mætt hærri launakostnaði vegna hækkunar lágmarkslauna með því að sætta sig við minni hagnað. Niðurstöður rannsókna hvað þetta varðar hafa verið mjög misjafnar.
  • Aukin eftirspurn. Í kjölfar kreppu þegar hagkerfi hafa ekki náð fullu atvinnustigi getur hækkun lægstu launa aukið eftirspurn eftir vöru og þjónustu fyrirtækja. Niðurstöður rannsóknar á áhrifum hækkunar lágmarkslauna, frá júlí 2012 – júlí 2014 í Bandaríkjunum, úr 7,25 dollurum í 9,8 dollara8 gefa til kynna að landsframleiðsla muni aukist um 25 milljarða og störfum fjölga um 100.000 yfir þriggja ára tímabil9.
  • Minni starfsmannavelta. Niðurstöður rannsókna10  benda til þess að fjöldi sem missir vinnuna í hverjum mánuði, fjöldi nýrra ráðninga og starfsmannavelta meðal unglinga og skyndibitastaða minnki töluvert eftir hækkun lágmarkslauna.

 

Lokaorð

Niðurstöður magnbundinna rannsókna benda til þess að hækkun lágmarkslauna hafa lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á eða nærri lágmarkslaunum. Þær niðurstöður eru því þvert á ríkjandi kenningar um aukið atvinnuleysi í kjölfar hækkunar lágmarkslauna. Helsta ástæða þess að hækkun lágmarkslauna hefur ekki þau áhrif sem almennt er talið er sú að kostnaðarauki fyrirtækja vegna hækkunar lágmarkslauna er hlutfallslega lítill. Aðlögunin getur komið með færri unnum vinnustundum, aukinni þjálfun starfsmanna, aukinni eftirspurn eftir meira menntuðu starfsfólki, minni launahækkunum til þeirra sem hafa hærri laun, aukinni framleiðni starfsmanna, hækkun verðlags, lægri hagnaði fyrirtækja eða minni starfsmannaveltu sem er jafnan mjög kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki.

Viðar Ingason, hagfræðingur VR

Greinin birtist fyrst í Vísbendingu, 3tbl. 2015

_______________________

1. Card, David and Alan Krueger. 1994. ,,Minimum Wages and Employment: A Case Study of the Fast-Food Indistry in New Jersey and Pennsylvania.

2.  Hoffman, Saul D. And Shum, Wai-Kit. 2014 – Minimum Wages and the Employment of Teens and Less-Educated Adults: New Evidence from Changes in State Minimum Wages, 2011-2014.

3. Card, D. And Krueger, A.B. 1995a. Time-series minimum-wage studies. A meta-analysis.

4. Doucouliagos, Hristos and T.D. Stanley. 2009. ,,Publication Selection Bias in Minimum-Wage Research? A Meta-Regression Analysis.“

5. Wolfson, Paul and Dale Belman. What does the minimum wage do?

6. Lemos, Sara. 2008. A Survey of the Effects of the Minimum Wage on Prices.

7. Hirch, Barry T., Bruce Kaufman og Tetyana Zelenska. Minimum Wage Channels of Adjustment.

8. Lágmarkslaun hækka í þremur jöfnum skrefum úr 7,25 í 9,8 eða 0,85 dollara í hvert skipti sem jafngildir 35% hækkun lágmarkslauna yfir tímabilið.

9. Hall, Doug og Copper, David. 2012. How raising the federal minimum wage would help working families and give the economy a boost

10. Dube, Arindrajit, T. William Lester og Michael Reich. 2014. Minimum Wage Shocks, Employment Flows and Labor Market Frictions