Við vinnum fyrir þig

Translate to

Um þúsund manns tóku þátt í fyrsta maí hátíðarhöldunum á Selfossi

Maí 2 Maí 3 Maí 4 Maí 5 Maí 6 maí 7 Maí 9 Maí 10Talið er að um eitt þúsund manns hafi tekið þátt í 1. maí hátiðarhöldunum á Selfossi í dag. Kröfuganga var farin frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi undir lúðrablæstri þar sem hátíðardagskrá fór fram. Ræðumenn dagsins voru Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands. Öðlingarnir,  sönghópur úr Rangárvallasýslu söng nokkur lög og þá kom Lína Langsokkur úr Borgarleikhúsinu og skemmti. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í boði stéttarfélganna. Þá var börnum boðið að fara á hestabakk og félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss sýndu fáka sína. Börnin fengu líka blöðrur í tilefni dagsins.

„Þetta var frábær dagur, allt heppnaðist stórkostlega, enda veðrið með allra besta móti og fólk í sólskinskapi“, segir Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélagsins.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á kröfugöngunni og hátíðarhöldum dagsins.