Ungar konur hvattar til dáða
Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur sett af stað herferð til að brýna ungar konur á vinnumarkaði til dáða hvar sem þær búa í heiminum. Ætlunin er að vekja þær til umhugsunar um réttindi sín og tækifæri. Yfirskrift verkefnisins er Decisions for Life eða Ákvarðanir fyrir lífið.
Hér má sjá myndband sem ITUC hefur látið gera vegna þessa átaks.
Hér má sjá Facebook síðu átaksins.
Tekið af heimasíðu ASÍ