Við vinnum fyrir þig

Translate to

ÚTHLUTUN ORLOFSHÚSA FYRIR SUMARIÐ 2020

 

 

 

Úthlutunar reglur varðandi orlofshúsin:

Sá sem á flesta punkta hverju sinni fær úthlutað vikuna sem óskað var eftir.

Félagsmenn verða að skrá sig inn á Orlofsvef Bárunnar með ræfrænum skilríkjum eða Íslykil til að sækja um.

 

Punktasöfnun hjá Bárunni:

Einn punktur safnast í hverjum mánuði þegar greidd eru félagsgjöld óháð launaupphæð, punktar safnast upp með árunum og fyrnast ekki.

Engir punktar eru teknir af félagsmönnum þegar leigt er bústað að vetri til.

24 punktar eru teknir yfir páskavikuna.

24 punktar eru teknir frá fyrstu 3 vikurnar í júní og svo aftur vikurnar eftir verslunarmannahelgina til endan ágúst og fram í september þar sem vikuleiga er.

36 punktar eru teknir frá síðustu vikuna í júní og fram yfir verslunarmannahelgina alls 6 vikur að jafnaði.

 

Meðfylgjandi eru  myndir úr orlofshúsi Bárunnar í Grýluhrauni 9. sem er rétt hjá Kerinu en það er nýjasta eign félagsins.

3 herbergi eru í húsinu, svefnaðstaða fyrir 6 manns og 1 barnarúm auk þess eru 2 dýnur.

Stórt baðherbergi með útgangi að heitum potti.

Stór verönd með geymslu og grilli ásamt útihúsgögnum.

Hægt er að kaupa aðgang að netbeini og Chrome-Cast er tengt við sjónvarpið svo hægt sé að spegla símann við sjónvarpið.

Öll húsin eru með aðgengi fyrir fatlaða, þá sérstaklega Grýluhraunið , Þverlág 4 og íbúðir okkar á Akureyri og í Reykjavík.

 

Hægt er að smella á mynd til að sjá hana stærri.