Við vinnum fyrir þig

Translate to

Úthlutun orlofshúsa sumarið 2018

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Grýluhrauni 9, Grímsnesi, við Þverlág 2 á Flúðum, Svignaskarði (skiptibústaðir) og íbúð á Akureyri (Ásatún 12) til leigu sumarið 2018 fyrir félagsmenn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk. og úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 26. mars nk.

Verð á vikudvöl í bústöðunum er kr. 20.000 og íbúð á Akureyri kr. 22.000. Leigutímabil frá föstudegi til föstudags. Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Íbúðin Sóltúni 28, Rvk. verður í sveigjanlegri leigu eins og hingað til. Nýr orlofsvefur Bárunnar, stéttarfélags hefur verið tekin í notkun. Orlofsvefurinnleysir af hólmi eldra kerfi félagsins. Nýja orlofskerfið heitir Frímann og má nálgast á heimasíðu Bárunnar, stéttarfélags.

Gistimiðar, útilegukortið, veiðikortið og fl. verða seldir í gegnum nýja orlofsvefinn. Einnig verður hægt að nálgast útilegukortið og veiðikortið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56 Selfossi.