Úthlutun sumarhúsa Bárunnar sumarið 2018
Búið er að senda tölvupóst til þeirra sem sóttu um bústaði Bárunnar vegna sumarúthlutunartímabils 2018. Ef þið sjáið ekki póstinn í Inboxinu athugið þá ruslpóst/junkmail (ef póstforitið ykkar hefur sent það þangað).
Þeir sem fengu úthlutað ganga frá greiðslu inn á sama orlofsvefnum (sjá link í tölvupóstinum) Greiða þarf í síðasta lagi 5. apríl n.k.
Þeir sem fengu synjun hafa tíma frá 23. mars til og með 9. apríl , ef þeir vilja velja annan kost (sjá link í tölvupóstinum) og geta gengið frá greiðslu um leið og þeir panta. (fyrstur pantar fyrstur fær)
Opnað verður fyrir aðra félagsmenn frá 10. apríl (fyrstur pantar fyrstur fær) og þeir ganga frá greiðslu um leið og þeir panta.