Við vinnum fyrir þig

Translate to

Útilegukortið á góðu verði

Útilegukortið er komið til sölu á þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Stjórn Bárunnar, stéttarfélags hefur ákveðið að Útilegukortið verði niðurgreitt til félagsmanna sem greitt hafa til félagsins síðustu sex mánuði áður en kaup eru gerð. Verð Útilegukortsins með niðurgreiðslu er kr. 8.000.  Markmiðið með þjónustunni er að gefa félagsmönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land.

Útilegukortið er í gildi eins lengi og tjaldsvæðin eru opin.   Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Nánari upplýsingar um kortið og gististaði má nálgast á heimasíðunni www.utilegukortid.is.