Við vinnum fyrir þig

Translate to

Valdið er þitt!

Kæru félagar Bárunnar, stéttarfélags.
Kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum eru runnir út og komið að því að semja aftur. Við höfum setið við samningaborðið í um mánuð án nokkurs árangurs.

Samtök atvinnulífsins (SA) hafna kröfum Starfsgreinasambandsins (SGS) og vilja ekki
einu sinni ræða þær efnislega. Sú afstaða knúði okkur til þess að slíta viðræðum og
búa hreyfinguna síðan undir að láta samtakamátt hennar tala.

Félagsmenn um allt land mótuðu kjarakröfurnar. Samtök atvinnulífsins hafna því
algjörlega að lægstu laun verði lífvænleg. Verkalýðshreyfingin er að vígbúast og mun
fylgja kröfunum eftir með verkföllum ef því er að skipta.

Við fylgjum sanngjörnum kröfum eftir með því að leggja niður störf og sækjum því heimild til verkfalls.

Stöndum saman um bætt kjör.

Á næstu dögum kemur rafrænn atkvæðaseðill sendur í pósti til félagsmanna
Bárunnar, stéttarfélags á almennum vinnumarkaði og hvetjum við alla til þátttöku.

Atkvæðagreiðsla hefst mánudaginn 23. mars 2015 kl. 8:00.
Atkvæðagreiðslu lýkur mánudaginn 30. mars 2015 kl. 24:00.

GREIDDU ATKVÆÐI – HAFÐU ÁHRIF!

Samninganefnd Bárunnar, stéttarfélags