Vegna aðalfundar 2014
Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2012.
Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar.
Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með mánudeginum 24. mars 2014.
Á aðalfundi Bárunnar 2014 skal kosið um formann, tvo meðstjórnendur og þrjá varamenn.
Einnig er kosið í stjórn sjúkrasjóðs ( 5 aðalmenn og 3 varamenn ) og eftirfarandi nefndir: Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs ( 3 aðalmenn og 2 varamenn ), uppstillingarnefnd ( 3 aðalmenn og 1 varamann ), kjörstjórn ( 2 aðalmenn og 1 varamann ) og um skoðunarmenn reikninga ( 2 aðalskoðunarmenn og 2 varamenn )
Uppstillingarnefnd auglýsir eftir framboðum í stjórnir og nefndir félagsins.
Heimilt er að bjóða fram lista eða einstaklinga í ákveðin sæti og skulu framboð berast upstillingarnefnd í síðasta lagi 15. apríl næst komandi.