Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna aðalfundar 2015

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2012. Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með þriðjudeginum 31. mars 2015. Listann má finna hér til hliðar undir Auglýsingar/aðalfundur 2015

Á aðalfundi Bárunnar 2015 skal kosið um varaformann, þrjá meðstjórnendur og þrjá varamenn.

Einnig er kosið í stjórn sjúkrasjóðs (5 aðalmenn og 3 varamenn) og eftirfarandi nefndir:

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs (3 aðalmenn og 2 varamenn),uppstillingarnefnd (3 aðalmenn og 1 varamann), kjörstjórn (2 aðalmenn og 1 varamann) og um skoðunarmenn reikninga (2 aðalskoðunarmenn og 2 varamenn).

Uppstillingarnefnd auglýsir eftir framboðum í stjórnir og nefndir félagsins. Heimilt er að bjóða fram lista eða einstaklinga í ákveðin sæti og skulu framboð berast upstillingarnefnd í síðasta lagi 4. maí næst komandi.

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags