Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna aðalfundar 2019

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2017. Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi á Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með föstudeginum 29. mars 2019.

Á aðalfundi Bárunnar 2019 skal kosið um varaformann og þrjá meðstjórnendur.

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs (3 aðalmenn og 2 varamenn), uppstillingarnefnd (3 aðalmenn og 1 varamann), kjörstjórn (2 aðalmenn og 2 varamenn) og um skoðunarmenn reikninga (2 aðalskoðunarmenn og 2 varamenn), siðanefnd (2 aðalmenn og 2 varamenn).

Frestur til að bjóða sig fram eða bera fram aðrar tillögur til uppstillingarnefndar er til og með 30. apríl 2019.

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags

 

Sjá einnig:

Listi uppstillingarnefndar