Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 2018

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum félagsins. Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi á Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með þriðjudeginum 27. mars 2018.

Á aðalfundi Bárunnar 2018 skal kosið um formann, tvo meðstjórnendur og þrjá varamenn.

Einnig er kosið í stjórn sjúkrasjóðs (5 aðalmenn og 3 varamenn) og eftirfarandi nefndir:

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs (3 aðalmenn og 2 varamenn), uppstillingarnefnd (3 aðalmenn og 1 varamann), kjörstjórn (2 aðalmenn og 2 varamenn) og um skoðunarmenn reikninga (2 aðalskoðunarmenn og 2 varamenn), siðanefnd (2 aðalmenn og 2 varamenn).

Frestur til að bjóða sig fram eða bera fram aðrar tillögur til uppstillingarnefndar er til og með 30. apríl 2018.

 

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags