Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna kjarasamninga

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga. Kjörseðlar hafa verið sendir út til þeirra félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem rétt hafa til að greiða atkvæði samkvæmt gögnum stéttarfélagsins.

Hafi einhverjir félagsmenn ekki fengið kjörseðla en telja sig eiga rétt á að greiða atkvæði er þeim bent á að hafa samband við Hjalta Tómasson eða Þór Hreinsson á skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags í síma 480 5000 eða á netföngin hjaltit@midja.is eða thor@midja.is

 

Vakin er athygli á að kjörseðlar þurfa að hafa borist skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 24. maí nk.