Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna stéttarfélagsaðildar

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands hafa sent yfir eitt þúsund fyrirtækjum og stofnunum á félagssvæðum sínum bréf þar sem vakin er athygli á réttri stéttarfélagsaðild starfsfólks.    Rétt stéttarfélagsaðild er mikilvæg fyrir launafólk . Nokkuð ber á því að atvinnurekendur séu ekki að greiða iðgjöld til réttra stéttafélaga. Þetta veldur fyrst og fremst launamönnum vandræðum og jafnvel skaða.

Fyrst og fremst er höfðað til atvinnurekenda að hafa þetta í huga þegar ráðið er nýtt starfsfólk.

Stéttarfélögunum þótti ástæða til að vekja athygli á þessu nú í sumarbyrjun, sérstaklega þegar ungu fólki fjölgar á vinnumarkaði yfir sumartímann. Atvinnurekendur og félagsmenn eru hvattir að kynna sér hvaða samningar gilda í þeirri grein sem um ræðir hverju sinni.                                                                                                                                                                                                                                                 Ekki er leyfilegt að gera samninga við launþega sem eru undir lámarkskjörum þeim er aðalkjarasamningar segja til um.

Stéttarfélögin veita upplýsingar til félagsmanna sinna og aðstoða við að finna út hvað er í samræmi við samninga.